Myllubakkaskóli sigrar í Gettu ennþá betur
Myllubakkaskóli sigraði í hinni árlegu spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, Gettu ennþá betur! sem fram fór í Heiðarskóla 3. mars 2005.
Til úrslita kepptu, eins og í fyrra, Holtaskóli og Myllubakkaskóli. Holtaskóli hafði slegið Heiðarskóla úr leik og Myllubakkaskóli hafði betur gegn Njarðvíkurskóla í undanúrslitunum. Í úrslitaviðureigninni hafði svo Myllubakkaskóli betur, tryggði sér sigur í síðustu vísbendingarspurningunni, líkt og Holtaskóli gerði í fyrra.
Það var því Myllubakkaskóli sem lyfti bikarnum þetta árið auk þess sem bókasafn skólans hlaut bókagjöf frá Pennanum - Bókabúð Keflavíkur en bókabúðin hefur stutt keppnina frá byrjun.
Þetta var í fjórða sinn sem keppnin var haldin og hafa allir skólarnir fjórir unnið bikarinn einu sinni!
Spurningar sömdu Eysteinn Eyjólfsson og Margrét Stefánsdóttir. Guðlaug María Lewis var dómari, Hjörleifur Már Jóhannesson var tímavörður og Anna Rún Jóhannsdóttir stigavörður. Spyrill var Gunnlaugur Kárason.
http://www.reykjanesbaer.is/
Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurlið Myllubakkaskóla þau Guðmund Auðun Gunnarsson 9-IM, Davíð Már Gunnarsson 10-AV og Rúnar Inga Erlingsson 10-AV auk varamannsins Lilju Rutar Jónsdótturr 9-IM og liðstjórans Einars Trausta Einarssonar.