Myllubakkaskóli 60 ára: Fyrrum nemendur fjölmenntu í gamla skólann sinn

Myllubakkaskóli fagnaði 60 ára afmæli sínu um síðustu helgi og hélt af því tilefni áhugaverða sýningu á munum úr eigu skólans og fyrrum nemenda sem vakti mikla lukku. Blaðamaður þræddi ganga skólans á föstudeginum og smellti af myndum af fólki á öllum aldri. Þarna voru komnar saman nokkrar kynslóðir af nemendur Myllubakkaskóla eins og sjá má hér í myndasafni Víkurfrétta. 

Þessi var ekkert alltof hrifin af ungunum sem þó vöktu hvað mesta athygli á sýningunni


Myndir/EJS.

	
			

						
						
						
						
						
						
