Mýflugur herja á Sandgerðinga í nóvemberlok
Svört ský af mýflugu hafa herjað á Sandgerðinga síðustu daga. Einhverjar aðstæður hafa skapast í náttúrunni þegar hlýnaði skyndilega, þannig að flugurnar vöknuðu til lífsins.
Á Fésbókarsíðum Sandgerðinga hefur mátt sjá umræðu um flugurnar og allir eru sammála um að flugnafjörið í lok nóvember sé ráðgáta.
Víkurfréttir hafa ekki náð í sérfræðinga til að fá svör við því hvers vegna allt er fullt af flugu á þessum árstíma.
Meðfylgjandi mynd tók Sigurbjörg Eiríksdóttir, íbúi á Stafnesi, út um glugga í gær. Hér eru aðeins örfáar af fleiri þúsund flugum sem voru á sveimi í gær og fyrradag.