Músin kvaddi í stuði
Könnunarleiðangur lítillar músar endaði með bráðum bana í Sandgerði. Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, birtir tvær myndir á fésbókinni af mús sem hafði kíkt inn í rafmagnstöflu að Garðvegi 1.
Heimsóknin í rafmagnstöfluna varð músinni að bana þegar litlir fætur hennar snertu rafmagnstengingar í töflunni. Það hefur því verið mikið stuð hjá mýslu svona rétt áður en hún fór yfir móðuna miklu.
Myndir: Reynir Sveinsson