MUNU BÆJARBÚAAR NIÐURGREIÐA TÍMA Í REYKJANESHÖLLINNI FYRIR UTANBÆJARFÓLK?-BÆJARFULLTRÚAR ÓSAMMÁLA UM KOSTNAÐ OG VERÐLAGNINGU
Bæjarfulltrúar deildu hart um verðlagningu á tímum og kostnað við rekstur Reykjaneshallarinnnar á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag. Minnihlutinn mótmælti niðurgreiðslum á tímum í Reykjaneshöllinni og sagði að fulltrúar meirihlutans væru þar með að nota útsvar bæjarbúa til að borga leigu fyrir utanbæjarfólk. Þeir mótmæltu einnig kostnaði við byggingu og rekstur „Hallarinnar”, sem þeir segja vera bruðl á almannafé. Meirihlutinn mótmælti þessum málflutningi og sagði kostnað við Reykjaneshöllina vera sambærilegan við önnur íþróttahús í bæjarfélaginu. Þeir neituðu því jafnframt að hafa sýnt ábyrgðaleysi í þessu umdeilda máli. Sólundun á féskattgreiðendaÍ bókun, sem fulltrúar J-listans lögðu fyrir fundinn, kom fram að miðað við fulla nýtingu á húsinu mun tíminn þurfa að kosta 21.700 kr. til að hægt verði að standa undir kostnaði á rekstri Reykjaneshallarinnar. Miðað við tillögu markaðsráðs á tíminn að kosta 9000 kr. sem þýðir að Reykjanesbær mun þurfa að niðurgreiða hvern tíma í húsinu um 11.000 kr.Í bókuninni segir orðrétt: „Nú þegar hafa knattspyrnufélög á Reykjavíkursvæðinu falast eftir tímum í knattspyrnuhúsinu þegar það opnar. Sú hugmynd að Reykjanesbær niðurgreiði starfsemi íþróttafélaga og fleiri í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum okkar um kr. 11-13 þúsund krónur á hverja klukkustund er með öllu ábyrgðarlaus og sólundun á fé skattgreiðenda hér í bæ.”Baggi á bæjarfélaginuBæjarfulltrúar minnihlutans bentu einnig á að sú niðurfelling sem bærinn hyggst gera á fasteignagjöldum Reykjaneshallarinnar, muni nema um 6 milljónum króna á ári. Leiga Reykjanesbæjar til Verkafls er 27 milljónir á ári og annar rekstarkostnaður u.þ.b.17 milljónir króna. Kostnaður verður þá um 50 milljónir króna á ári . „Knattspyrnuhúsið mun vægast sagt verða sveitarfélaginu mjög erfiður baggi næstu 35 árin”, segir í bókun minnihlutans.Málefnalegt gjaldþrotJ-listansBöðvar Jónsson (D) lagði einnig fram bókun og í henni segir hann að bókun fulltrúa J-listans sýni fram á málefnalegt gjaldþrot þeirra. „Rekstur fjölnota íþrótthúss í Reykjanesbæ mun kosta bæjarsjóð sambærilega upphæð og kostar að reka hvert hinna íþróttahúsanna sem í bænum eru. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki og mun ekki sólunda fé bæjarbúa. Allar yfirlýsingar minnihlutans um ábyrgðaleysi og bruðl er því vísað á bug”, segir í bókuninni.Tilboðið stendur í eitt árEllert Eiríksson (D), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði að verð á tíma í Reykjaneshöllinni yrði ekki alltaf 9000 krónur. Hann lýkti þessu við markaðssetningu hjá BT-tölvum, þ.e. að gjaldið væri lágt til að íþróttafélögin kæmu og kynntu sér aðstöðuna. „Ef verðið væri of hátt þá myndu þau ekki einu sinni athuga málið”, sagði Ellert. Jóhann Geirdal (J) spurði Ellert þá hversu lengi þetta tilboð ætti að standa og Ellert svaraði því til að það yrði í u.þ.b. eitt ár. Jóhann sagði þá að honum fyndist það ekki bera vott um heilbrigða skynsemi að leiguverð væri svo lágt því það væri aðeins brot af rekstrarkostnaði. „Ekki ábyrgur reksturfrú Jónína!”Jóhann Geirdal bætti því við að meirihlutinn hefði markvisst reynt að fela allar upplýsingar um kostnað og að meirihlutinn hefði ekki reiknað nákvæmlega út hvað þessi framkvæmd myndi kosta. „Þetta er ekki ábyrgur rekstur frú Jónína”, sagði Jóhann þegar hann beindi orðum til Jónínu Sanders bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.