Munir Unu verði vistaðir í Sjólyst
	Hollvinir Unu í Sjólyst hafa sent bæjaryfirvöldum í Garði erindi varðandi varðveislu muna er tengjast Unu Guðmundsdóttur, Völvu Suðurnesja, sem bjó í Sjólyst í Garði.
	
	Í erindinu er óskað eftir því að munir sem voru í eigu Unu verði staðsettir í Sjólyst til frambúðar og skráðir sem safnmunir þar, en munirnir eru í dag skráðir sem safnmunir Byggðasafns sveitarfélagsins og varðveittir í safninu á Garðskaga
	 
	Samþykkt var samhljóða á síðasta bæjarráðsfundi í Garði að vísa erindinu til Ferða-, safna-og menningarnefndar sveitarfélagsins.


 
	
						 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				