Munið eftir björgunarsveitunum! (Video)
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru með flugeldasölur í öllum sveitarfélögum Suðurnesja nema í Garði, þar sem kiwanismenn sjá um flugeldasöluna. Talsmenn sveitanna eru almennt ánægðir með viðbrögð fólks við flugeldasölunni í ár og þakklátir þeim sem beina viðskiptum sínum til björgunarsveitanna og styðja þannig við mikilvægt sjálfboðaliðastarf í sveitarfélögunum.
Björgunarsveitin Suðurnes var með flugeldasýningu við höfuðstöðvar sínar í Njarðvík nú í vikunni og þá var meðfylgjandi myndband tekið.