Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mundi lítið eftir árekstrinum sökum ölvunar
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 08:51

Mundi lítið eftir árekstrinum sökum ölvunar

Árekstur varð á Garðskagavegi í gærkvöldi er tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman. Hliðarspeglar beggja bifreiðanna brotnuðu auk hliðarrúðu ökumannsmegin í annarri bifreiðinni.
Ökumaður annarra bifreiðarinnar ók af vettvangi og að heimili sínu í Garði. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar elti hann þangað og var maðurinn handtekinn á heimili sínu stuttu síðar. Var hann talsvert ölvaður og hafði við áreksturinn hruflast á nefi. Viðurkenndi maðurinn að hafa ekið bifreiðinni eftir áfengisneyslu en mundi lítið eftir árekstrinum. Maðurinn gistir fangageymslu til morguns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024