Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun rokið loksins gera gagn?
Þriðjudagur 2. apríl 2013 kl. 09:43

Mun rokið loksins gera gagn?

Tæknifræðinám Keilis býður upp á opinn hádegisfyrirlestur á fimmtudaginn kemur, 4. apríl næstkomandi. Þar mun Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun, flytja erindi sem nefnist: Framsækni - Mun rokið okkar loksins gera gagn? 
 
Norðan við Búrfell er hraunslétta sem kölluð er Hafið. Þrátt fyrir nafnið er Hafið sjötíu kílómetra frá sjó, en þar hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar eru þær langstærstu sem reistar hafa verið á Íslandi og þetta er í fyrsta sinn sem hagkvæmni raforkuframleiðslu með vindorku er könnuð á Íslandi.
 
Hafið hentar vel til verkefnisins af ýmsum ástæðum. Náttúruleg vindgöng liggja um svæðið og þar er vindhraði í 55 metra hæð frá jörðu að jafnaði 10-12 metrar á sekúndu. Svæðið er fjarri byggð en skammt frá nauðsynlegum innviðum, línum og vegum. Á Hafinu er lítið fuglalíf en nóg pláss fyrir fleiri vindmyllur ef verkefnið mælist vel fyrir. Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.
 
Nánari upplýsingar um vindmylluverkefni Landsvirkjunar má finna á heimasíðu þeirra.

 
Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram 4. apríl kl 12 - 13 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024