Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. apríl 1999 kl. 21:28

MUN RÁÐA 50 MANNS TIL STARFA

Fyrirtækið Thermo plus verður fyrsta fríiðnaðarfyrirtæki á Suðurnesjum og hefur starfsemi á þessu ári: Mun ráða 50 manns til starfa -hluti starfseminnar verður í Rockville í samvinnu við endurhæfingarstöðina Byrgið Fyrirtækið Thermo plus, sem er að hefja rekstur í Reykjanesbæ mun ráða fimmtíu manns til starfa þegar starfsemi þess hefst á þessu ári. Hluti starfseminnar verður í Rockville og munu vistmenn á endurhæfingarstöðinni Byrginu verða í hópi starfsmanna og vinna þeirra verða hluti af þeirra endurhæfingu. Termo plus verður fyrsta fyrirtækið sem mun starfa sem„fríiðnaðar“-fyrirtæki á Suðurnesjum en það mun setja saman kælibúnað og selja áfram til útflutnings, í byrjun til aðila í Evrópu. Það mun starfa undir skattfríðindum að því leyti að búnaður sá sem settur verður saman hér verður ekki tollaður eða skattlagður á neitt hátt. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér húsnæði í gamla Fiskiðjuhúsinu en Thermo og kanadíska fyrirtækið Refigeration Masseau & sons Inc. gerðu með sér samning sl. haust um tækniyfirfærslu og framleiðsluleyfi. Eigendur Thermo plus eru einstaklingar, Refigeration Masseau & sons Inc. og Eignarhaldsfélag Suðurnesja. Fyrirtækið er aðallega stofnað í þeim tilgangi að framleiða og selja kælibúnað til útflutnings. Framleiðslan er byggð á áralangri reynslu kanadíska fyrirtækisins á þessum búnaði og aðallega ætlaður til notkunar í matvælaiðnaði. Fyrirtækið sem er skráð í Reykjanesbæ þó eigendur séu víða að og hefur samið við aðstandendur endurhæfingarstöðvarinnar Byrgisins um að fá húsnæði í Rockville undir starfsemina auk þess sem vistmenn Byrgisins munu starfa hjá Thermo. Hjálmar Árnason, þingmaður sem unnið hefur mikið með forráðamönnum Thermo plus segir að tilkoma fyrirtækisins muni marka tímamót í fríiðnaði auk þess sem það muni þurfa mikinn fjölda starfsmanna. „Þetta verður vonandi bara fyrsta skrefið í fríiðnaði á Suðurnesjum“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024