Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir landeigendur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 07:23

Mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir landeigendur

Landeigendur að Kalmanstjörn og Junkaragerði í Reykjanesbæ hafa gert athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar varðandi það að fellt er út efnistökusvæði við Sandvík á Reykjanesi. Óskað er eftir fundi með sveitarfélaginu áður en lengra er haldið með skipulagsvinnuna. Bæjaryfirvöld hafa vísað erindi landeigenda til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.

„Landeigendur mótmæla harðlega þessum áformum. Efnistaka hefur verið stöðug úr námunni um áratuga skeið með tilheyrandi tekjum fyrir landeigendur. Fyrirsjáanlegt er, miðað við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu, að verulegur markaður er fyrir malarefni á svæðinu og öruggt að þörf er á enn frekari efnistöku úr námunni í nánustu framtíð. Verði efnisnáman tekin út úr skipulagi mun það hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir landeigendur. Ekki verður að auki séð að nein þörf sé á að taka námuna út af aðalskipulaginu,“ segir í erindi landeigenda til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024