Mun færri atvinnulausir í Reykjanesbæ í júlímánuði
Alls voru 527 atvinnulausir á Suðurnesjum í lok júlí 2014. Í Reykjanesbæ voru 346 manns á atvinnuleysisskrá, sem er fækkun um 147 manns frá sama mánuði í fyrra. Það gerir 42% fækkun. Næstflestir eru atvinnulausir í Sandgerði af sveitafélögunum á Suðurnesjum, alls 59 manns, því næst í Grindavík, eða 57 manns. Í Garði voru 36 atvinnulausir og 29 í Vogum í lok júlí. Ekki er umtalsverð breyting á öðrum sveitafélögum en Reykjanesbæ milli ára.
Hlutfallslega eru flestir án atvinnu í Sandgerði, eða 6% íbúa í júlí 2014. 4,4% í Vogum, 4,2% Garði, 4% í Reykjanesbæ og 3,4% í Grindavík.