Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun ekki standa í vegi fyrir uppbyggingu sjúkrahúss á Ásbrú
Laugardagur 27. febrúar 2010 kl. 16:38

Mun ekki standa í vegi fyrir uppbyggingu sjúkrahúss á Ásbrú

- segir þingmaðurinn Magnús Orri Schram í pistli á Pressunni

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á Pressunni að hann muni ekki standa í vegi fyrri atvinnuuppbyggingu með því að leggjast gegn uppbyggingu einkasjúkrahúss á Ásbrú. Óskandi sé ef fleiri frumkvöðlar geti komið með hugmyndir um sjálfbær verkefni.


Í nýjastaPressupistli sínum segist Magnús ósammála þeim innan samstarfsflokksins í ríkisstjórninni, Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sem leggist gegn því að gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli verði breytt í einkasjúkrahús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Innan Vinstri Grænna hefur verið nokkur andstaða við þessa framkvæmd og þá á forsendum þess að um einkavæðingu í  heilbrigðisþjónustu sé að ræða. Þessu er ég ósammála því uppbygging að Ásbrú er ekki einkavæðing  enda þjónustar sjúkrahúsið erlenda sjúklinga og enginn kostnaður mun falla á Íslendinga.“


Hann bendir á að erlend tryggingafélög greiði fyrir sjúklinganna sem kaupi þjónustu af fyrirtæki með íslenska starfsmenn. „Eina skörunin við íslenskt heilbrigðiskerfi er kannski sú að þarna munu bjóðast störf fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn. Heldur vil ég þá að þeir fari til Keflavíkur en til útlanda!“


Magnús Orri segir að íslenskir stjórnmálamenn verði að greiða úr því atvinnuleysi sem ríki á landinu. Óskandi væri ef fleiri frumkvöðlar gætu lagt fram sjálfbærar hugmyndir sem þessa.


„Uppbygging einkasjúkrahúss að Ásbrú krefst 100 milljón króna framlags ríkisins en skapar 300 störf,  eykur veltu þjónustuaðila og hefur fjölmörg önnur jákvæð áhrif á samfélagið á Reykjanesi.  Sem dæmi um ávinning þá kostar ríkið 500 milljónir króna að hafa 300 manns á atvinnuleysisskrá. Ég mun ekki standa í vegi fyrir þessari uppbyggingu.“