Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Mugison seldist upp á einum degi
Þriðjudagur 22. september 2015 kl. 10:50

Mugison seldist upp á einum degi

Uppselt varð á tónleika Mugison í Bergi í Hljómahöll á innan við sólarhring. Frá því miðasala opnaði tók ekki nema 15-16 tíma að selja alla miðana á tónleikana.

„Það hefur líklega aldrei selst svona hratt á neinn viðburð sem við höfum staðið fyrir frá því að húsið opnaði sem Hljómahöll í apríl í fyrra. Mugison er sjálfur í skýjunum með viðbrögðin en hann hefur lítið látið fara fyrir sér sl. þrjú til fjögur ár,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar við Víkurfréttir.

Verið er að kanna möguleikann á aukatónleikum en þó er ekkert víst að það sé hægt að koma þeim að þar sem Mugison verður á miklu ferðalagi um landið og með þétta dagskrá. „En það er aldrei að vita fyrst að áhuginn er svona mikill,“ segir Tómas að endingu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025