Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

MSS og Keilir í samvinnu
Miðvikudagur 27. maí 2009 kl. 11:31

MSS og Keilir í samvinnu


Á dögunum skrifuðu Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og  Keilir – miðstöð vísinda og fræða undir samstarfssamning varðandi undirbúningsnám fyrir Háskólabrú Keilis.  MSS skipuleggur námið í samráði við Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Keilir. Námið er styrkt í gegnum Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins með sérstökum samningi við Miðstöð símenntunar. Námið kallast Háskólastoðir og er fullt nám í 5-6 mánuði. Keilir metur námið sem góðan undirbúning fyrir þá sem vilja stunda nám í Háskólabrú.
Fyrsti hópurinn hóf nám í febrúar í Háskólastoðum og telur 22 nemendur. Víglundur Þór Víglundsson er einn af nemendum. Að hans sögn missti hann vinnuna eins og svo margir í kjölfar fjármálakreppunnar. Þar sem hann fékk ekki vinnu ákvað hann að hefja nám og hafði hug á Háskólabrú Keilis. En þar sem honum  vantaði undirstöðu var honum bent á Háskólastoðir sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum skipuleggur. Hann hóf námið í febrúar og mun klára í júlí.  Helsti kosturinn við námið að sögn Víglundar er að námið tekur skemmri tíma en í hinu hefðbundna skólakerfi en farið er yfir mikið námsefni á stuttum tíma og því krafist mikils áhuga og iðni af nemendum.
Að sögn Guðjónínu forstöðumanns Miðstöðvar símenntunar hefur námið gengið vel. Nóg er að gera hjá nemendum enda námið stíft og langt síðan flestir voru í námi. Nýr hópur mun hefja nám í ágúst og er tekið við umsóknum núna á www.mss.is.

---

Mynd/ Steinunn Eva Björnsdóttir kennslustjóri hjá Keili og Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum undirrita samstarfssamninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024