MSS OG HITAVEITA SUÐURNESJA Í SAMSTARFI:
Uppbyggingarkerfistarfsmanna HSMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur verið að vinna tilraunaverkefni í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja. Fyrsta áfanga MUS (Markvissrar uppbyggingar starfsmanna) er nú lokið en MUS er greiningartæki sem ætlað er að auka yfirsýn fyrirtækja á færni starfsmanna, skort á færni þeirra og leiðir til úrbóta. MUS skipuleggur jafnframt menntun, þjálfun og annað sem lýtur að uppbyggingu starfsmanna. Stjórnendur og starfsmenn eiga þannig kost á að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja má uppbyggingu hvers starfsmanns og heildaráætlun fyrirtækisins alls. Að loknu MUS verkefninu, sem byggt er á tíu einingum, standa fyrirtækin eftir með markmiðssettar símenntunaráætlanir fyrir hvern starfsmann, heildarsýn yfir færni starfsmanna, nákvæmar starfslýsingar og markmið í símenntun fyrirtækisins.MUS kerfið er ættað frá Danmörku, kallast þar SUM (Strategisk Udvikling af Medarbejdere) og þróun þess hófst 1992. Starfsmenntunarfélagið ákváð að setja þetta verkefni á laggirnar og kanna hvort þessi aðferðafræði hentar íslensku atvinnulífi. Í verkefnishópnum eru: Oddný Harðardóttir frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Gylfi Einarsson frá Fræðsluráði málmiðnaðarins, Jón Jóel Einarsson frá Iðntæknistofnun, Örlygur Karlsson frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, Egill Guðmundsson hjá Iðnskólanum í Reykjavík og Jón Björn Skúlason hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar.