MSS býður á opna fyrirlestra í kjölfar gjaldþrots WOW
Miðstöð Símenntunar standa fyrir opnum fyrirlestrum sem eru sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem hafa þurft að takast á við atvinnumissi og breytingar að undanförnum, m.a. í kjölfar gjaldþrots WOW flugfélagsins. Margir íbúar á Suðurnesjum eru í þeim hópi.
Boðið verður upp á fyrirlestra 2., 7. og 9. maí. Sá fyrsti verður um fjármál en Haukur Hilmarsson verður með fjármálanámskeið og fjalla um á fyrirlestrinum hvernig hægt sé að takast á við fjármál eftir tekjumissi. Þann 9. maí mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur fjalla um gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar í krefjandi aðstæðum. Sama dag, 9. maí mun Monika Krus mannauðssérfræðingur halda fyrirlestur á pólsku um hvernig er hægt að takast á við erfiðar aðstæður og þann 16. maí verður fyrirlesturinn á ensku.
Allir eru velkomnir á þessa fyrirlestra þeim að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig á www.mss.is.
Hér er grein frá Guðjónínu Sæmundsdóttur, forstöðumanni MSS á vf.is um fyrirlestrana.