Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vekja hörð viðbrögð í Grindavík
Föstudagur 14. september 2007 kl. 22:02

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vekja hörð viðbrögð í Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur mun fara til fundar við fjármálaráðherra  mánudaginn 17. september n.k.  til að ræða ákvörðun ríkistjórnar um að sniðganga stærstu verstöð landsins í mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar aflamarks í þorski.

Ummæli ráðherra í fréttum í vikunni, þar sem hann segir að „engar sértækar aðgerðir vegna niðurskurðar í aflamarki séu í spilunum fyrir Grindavík“, hafa vakið hörð viðbrögð bæjarstjórnar og íbúa Grindavíkur.
 
Í tillögum ríkistjórnarinnar er ekkert sem kemur til með að gagnast stærstu verstöð Íslands í þorskaflaheimildum og það sem alvarlegast er að engar tillögur eða aðgerðir miða að þeirri stétt sem á mest undir þ.a.s. sjómönnum sem er mjög hátt hlutfall vinnuafls í Grindavík.
 
Bæjarstjórn Grindavíkur mun beita sér af fullum þunga til þess að tryggja að Grindvíkingar beri ekki skarðan hlut frá borði, segir á vef bæjarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024