Motus heldur sérstaklega utan um mál Grindvíkinga
„Við komum til með að halda sérstaklega utan um mál sem þegar hafa komið til innheimtu á póstnúmer í Grindavík hjá okkur og munum t.a.m. stöðva úthringingar og útsendingu bréfa á umrædd póstnúmer. Eins setjum við öll opin mál á einstaklinga með lögheimili í Grindavík á frest a.m.k. fyrst um sinn og leggjum að jafnaði ekki frekari innheimtukostnað á málin,“ segir í tilkynningu frá Motus.