Móttaka flóttamanna í klessu
Flóttamannaráð leitar logandi ljósi að sveitarfélagi sem gæti tekið á móti á þriðja tug Krajinu-Serba eins og félagsmálaráðuneytið hefur skuldbundið sig til í sumar. Áður var hægt að velja milli sveitarfélaga sem buðu sig fram að fyrra bragði en nú gengur hvorki né rekur. Félagsmálaráðuneytið og Flóttamannaráð leituðu síðast til Reykjanesbæjar til að kanna áhuga bæjaryfirvalda en niðurstaðan er óljós. DV greindi frá.
Ellert Eiríksson, bæjastjóri í Reykjanesbæ, staðfesti að bæði Árni Gunnarsson, formaður Flóttamannaráðs, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefðu haft samband vegna málsins en ekki væri hægt að segja að formleg beiðni hefði enn komið fram. Ellert sagði að hvað húsnæði áhrærði væri sveitarfélagið ekki allt of vel undir það búið til að taka á móti flóttafólki.
,,Félagsmálaráðherra hringdi og þeir eru í einhverri klessu með þetta,“ segir Ellert Eiríksson. Hann
segir þó ekki útilokað að hægt væri að bregðast jákvætt við erindinu en umframeftirspurn á
leiguhúsnæði stæði mönnum fyrir þrifum. ,,Þegar varnarliðsfjölskyldur bjuggu hér utan flugvallarins voru um 300 íbúðir í leigu til þeirra en svo dró úr þessu og sumar af þessum íbúðum eru óíbúðarhæfar. Við myndum hins vegar skoða þetta ef formleg beiðni bærist, enda er sveitarfélagið að öðru leyti ekki illa í stakk búið til að taka á móti fólki,“ segir Ellert.
Ellert Eiríksson, bæjastjóri í Reykjanesbæ, staðfesti að bæði Árni Gunnarsson, formaður Flóttamannaráðs, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefðu haft samband vegna málsins en ekki væri hægt að segja að formleg beiðni hefði enn komið fram. Ellert sagði að hvað húsnæði áhrærði væri sveitarfélagið ekki allt of vel undir það búið til að taka á móti flóttafólki.
,,Félagsmálaráðherra hringdi og þeir eru í einhverri klessu með þetta,“ segir Ellert Eiríksson. Hann
segir þó ekki útilokað að hægt væri að bregðast jákvætt við erindinu en umframeftirspurn á
leiguhúsnæði stæði mönnum fyrir þrifum. ,,Þegar varnarliðsfjölskyldur bjuggu hér utan flugvallarins voru um 300 íbúðir í leigu til þeirra en svo dró úr þessu og sumar af þessum íbúðum eru óíbúðarhæfar. Við myndum hins vegar skoða þetta ef formleg beiðni bærist, enda er sveitarfélagið að öðru leyti ekki illa í stakk búið til að taka á móti fólki,“ segir Ellert.