Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótorhjólakappar sendir úr landi
Mánudagur 25. apríl 2016 kl. 16:47

Mótorhjólakappar sendir úr landi

Þremur meðlimum vélhjólaklúbbsins Cobra, sem er stuðningsklúbbur MC Bandidos, var frávísað við komuna til landsins sl. fimmtudag. Mennirnir kváðust vera forseti, varaforseti og ritari Cobra mótorhjólasamtakanna og komu þeir frá Kaupmannahöfn. Í farangri þeirra fundust merki og fatnaður merkt Cobra. Lögreglan á Suðurnesjum gerði þeim grein fyrir því að vegna tengsla Cobra við vélhjólaklúbbinn Bandidos sem skilgreind eru  sem skipulögð glæpasamtök, fengju þeir ekki að fara inn í landið. Þeir voru því vistaðir á lögreglustöð á landamærum þar til þeir fóru aftur til síns heima.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024