Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmæltu byggingarreit suður af Víðihlíð
Víðihlíð í Grindavík.
Miðvikudagur 30. mars 2016 kl. 09:30

Mótmæltu byggingarreit suður af Víðihlíð

Þrjár athugasemdir bárust frá almenningi við deiliskipulag við Víðihlíð og nágrenni í Grindavík. Ekki höfðu borist umsagnir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti til skipulagsnefndar Grindavíkur fyrir síðasta fund hennar.

Í athugasemdum frá almenningi er mótmælt byggingarreit suður af Víðihlíð. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum á dögunum innkomnar athugasemdir að hluta og verður umræddur byggingareitur tekin út af tillögunni.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn Grindavíkur að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra verði falið það til fullnaðarafgreiðslu geri Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit ekki athugasemdir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024