MÓTMÆLI AFHENT!
Hilmar Jónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir og Tómas Ibesn mættu á fund bæjarstjóra, Ellerts Eiríkssonar, og afhentu honum mótmæli 520 bæjarbúa við starfrækslu nektardansstaðarí sveitarfélaginu. Undirskriftalistinn var kynntur á bæjarstjórnarfundi um kvöldið. Á myndinni hér til hliðar kynnir Jón M. Harðarson sér pappíra sem dreift var á bæjarstjórnarfundinum og varða umsókn hans um vínveitingaleyfi fyrir Strikið/Casino. Fjölmargir áheyrendur voru á fundinum, bæði fylgjendur og andstæðingar nektardansstaðar í Reykjanesbæ. Myndir: pket og hbb.