Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmæla lokun hafnar sem gerir kræklingaræktendum erfitt fyrir
Fimmtudagur 29. september 2011 kl. 09:29

Mótmæla lokun hafnar sem gerir kræklingaræktendum erfitt fyrir

Smábátafélagið í Vogum mótmælir fyrirhugaðri lokun á smábátabryggjum Sveitarfélagsins Voga með bréfi til bæjarráðs Voga nú í september.
Jafnframt segir í bréfinu að á fundi í Smábátafélaginu er haldinn var 29. ágúst, 2011 hafi komið fram tillaga um að loka Jónsvör 1 yfir vetrarmánuðina og hafa Jónsvör 2 opna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á 117. fundi bæjarráðs var samþykkt að frá og með 15. október ár hvert til og með 15. apríl verði einungis leyft að liggja við flotbryggjur að Jónsvör 2. Jónsvör 1 verður lokuð þann tíma. Lega er háð stærð báta, felst það meðal annars í lengd báta og stærð yfirbyggingar út frá vindálagi.

Í tölvupósti frá Hofholti ehf. er meðal annars bent á að sú ákvörðun bæjarráðs að taka Vogahöfn út af skrá sem fiskihöfn geri þeim sem rækta krækling út af Vogum erfitt fyrir.

Bæjarráð óskar eftir viðræðum við Hofholt um framtíð kræklingaræktunar og vinnslu í og við Sveitarfélagið Voga.