Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Mótframboð gegn forystu Verslunarmannafélags Suðurnesja
Guðbrandur Einarsson er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.
Fimmtudagur 22. febrúar 2018 kl. 15:49

Mótframboð gegn forystu Verslunarmannafélags Suðurnesja

Borist hefur mótframboð vegna kjörs í stjórn og trúnaðarráð Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir næsta starfsár.  Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta mun Tómas Elí Guðmundsson, starfsmaður söluskrifstofu Icelandair, gefa kost á sér til formanns VSgegn Guðbrandi Einarssyni, sitjandi formanni sem gefur kost á sér áfram á lista sem stjórn og trúnaðarráð VS leggur fram.
 
Aðrir þátttakendur mótframboðs sem nefndir hafa verið er Einar M. Atlason, starfsmaður Olís í Reykjanesbæ, en hann tilkynnti á fésbókinni að hann myndi setjast í stjórn VS með nýjum formanni.
 
Kjörnefnd mun úrskurða um lögmæti framboða í framhaldinu, ákveða kjördag og fyrirkomulag kosninga. Um allsherjaratkvæðagreiðslu er að ræða þ.e. kosið er á milli lista sem hvor um sig inniheldur nöfn 24 einstaklinga sem gefa kost á sér til formanns, stjórnar, trúnaðarráðs og sem félagslegir endurskoðendur. 
 
Talsverðar væringar eru innan verkalýðshreyfingarinnar þessa dagana. Kosið verður um nýja forystu í Eflingu stéttarfélagi í byrjun mars. Þá hefur borist mótframboð í VM, félagi vélstjóra og málmtæknimanna og nú síðast hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024