Mótauppsláttur fauk í Tjarnarhverfi
 Í gærkvöldi bárust nokkrar tilkynningar um fok til lögreglunnar í Keflavík, en þá var orðið verulega hvasst. Uppsláttur að húsi í byggingu við Álfatjörn í Innri-Njarðvík féll niður. Tréplötur fuku á hús og bíl við hliðina og varð tjón á bílnum.
Í gærkvöldi bárust nokkrar tilkynningar um fok til lögreglunnar í Keflavík, en þá var orðið verulega hvasst. Uppsláttur að húsi í byggingu við Álfatjörn í Innri-Njarðvík féll niður. Tréplötur fuku á hús og bíl við hliðina og varð tjón á bílnum.Í Sandgerði var björgunarsveitin Sigurvon kölluð til aðstoðar vegna húss í byggingu sem hætta var á að fyki. Tókst að koma í veg fyrir það.
Nokkrar þarkplötur fuku úr porti BYKO en ekki er vitað um skemmdir vegna þess.
Mynd: Frá Sandgerði, þar sem björgunarsveitin var kölluð út vegna veðurs.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				