Móta umhverfisstefnu fyrir Grindavíkurbæ
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur hefur tekið saman drög að umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að hugmyndin sé sú að hér sé komið nokkurs konar leiðarljós sem hægt verður að nýta við smíði á stærri og heildstæðari stefnu eins og sum önnur sveitarfélög hafa sett sér. Nefndin óskaði eftir umsögn bæjarráðs og hefur það lýst yfir ánægju sinni með tillögu nefndarinnar og samþykkir að haldið verði áfram með hugmyndavinnuna.