Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Moss í Bláa Lóninu á lista Lonely Planet
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 14:21

Moss í Bláa Lóninu á lista Lonely Planet

- yfir bestu nýju matarupplifunina

Veitingastaðurinn Moss á Retreat, í Bláa Lóninu, er á lista ferðavefsins Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina fyrir ferðamenn árið 2019.

Í umfjöllun Lonely Planet segir að Bláa Lónið sé nú þegar vinsæll staður meðal ferðamanna sem sækist eftir því að baða sig upp úr heitu lóninu en nú hafi annar heitur reitur fyrir matarunnendur bæst við á svæðinu með opnun veitingastaðarins Moss, inn af nýja Retreat-hótelinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá opnun staðarins í apríl hafi verið boðið upp á hefðbundinn íslenskan mat og mælir Lonely Planet með því að fólk splæsi á sig sjö rétta smakkmatseðlinum á tíu sæta borði matreiðslumeistarans, með einstöku útsýni yfir hraunið og víni úr einstökum hraunkjallaranum, sem hafði verið í frosti síðan 1226.

Í umfjöllun Lonely Planet segir að matarferðamennska verði vinsælli með hverju árinu þar sem fólk leiti uppi hverja matarupplifunina af fætur annarri á spennandi stöðum. Á lista Lonely Planet yfir bestu nýju matarupplifunina eru staðir út um allan heim, þar á meðal í Ástralíu, Perú, Tælandi sem og veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn, sem hefur opnað aftur eftir endurbætur, en hann hefur verið álitinn einn besti veitingastaður heims.

Meðfylgjandi eru myndir frá veitingastaðnum Moss.