Morgunsólin kíkir og daginn lengir
Daginn lengir og það léttir lundu margra. Gulrauðir sólargeislarnir kíktu í morgun og sjást hér fallegir yfir Njarðvíkurskóla. Veðurspáin er ágæt næstu daga og fólk getur því notið útiveru meira þó stundum sé erfitt að fara í göngutúra í hálkunni sem getur verið hættulegt eins og undanfarna daga. Þorrinn víkur og Góan er að ganga í garð og það er vitni um það að nú styttist í vorið.
VF-mynd/pket.