Morgunfundur á mánudag um ferðaþjónustuna á Reykjanesi
Markaðsstofa Reykjanes og fleiri aðilar í ferðaþjónustnni bjóða til opins fundar í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ, mánudaginn 17. apríl kl. 10:00.Á fundinum verður sjónum beint að fagmennsku og gæðum í ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Fundarstjóri er Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. Á dagskránni verða sjö fjölbreyttir fyrirlestrar um skapandi hugsun, gæði og fræðslu.
Gestafyrirlesari verður leikkonan María Ellingsen sem mun flytja erindi um - Að deila fjársjóði.
Boðið verður upp á hádegishressingu og tenglamyndun í lok dagskrár.
Þátttaka á fundinum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Dagskrá og skráning:
https://haefni.is/taktu- daginn-fra/
https://haefni.is/taktu-