Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mörgæsin Georg heimsækir leikskóla
Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 10:14

Mörgæsin Georg heimsækir leikskóla

Georg sparibaukur frá Íslandsbanka hefur heimsótt leikskóla í Reykjanesbæ nú í desember. Hann heimsótti m.a. Garðasel, Heiðarsel, Vesturberg og Gimli.

Georg skemmti börnunum með söng og spjalli og höfðu þau mjög gaman að fá hann í heimsókn og hann kom með þessar líka fínu Georgs-piparkökur sem brögðuðust vel.

Þessi heimsókn kryddaði daglegt líf í leikskólanum og voru börnin mjög ánægð með að fá Georg í heimsókn svo og starfsmenn leikskólanna , og að sjálfsögðu var Georg mjög ánægður að fá að heimsækja öll þessi þægu og góðu börn.

Georg hefur gert þetta áður að fara í leikskóla og fyrir nokkrum árum kom hann í leikskólana í Vogum, Gefnarborg í Garði, Krók í Grindavík og Gimli í Njarðvík.

Georg sendir öllum börnum á Suðurnesjum bestu jólakveðjur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024