Mörg útköll hjá BS
„Óhætt er að segja að síðasta vika hafi verið erilsöm hjá okkur, en við fórum í 33 sjúkraflutninga, staðnar voru 3 öryggisvaktir og 4 útköll voru á slökkviliðið. Í flestum tilvikum var um minniháttar mál að ræða“, segir Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.
Undirbúningur vetrarstarfs er í fullum gangi hjá BS, að sögn Jóns og á næstu vikum verða æfingar við alla leikskóla, eins og verið hefur undanfarin ár.
„Við munum einnig heimsækja alla grunnskóla á svæðinu og fara yfir öryggismál og brunavarnir með starfsmönnum skólanna“, segir Jón en á næstu dögum mun slökkviliðsmenn frá BS fara í heimahús á Vatnsleysuströnd og rifja upp brunavarnir heimila með íbúum, og kenna fyrstu viðbrögð við eldi.
Undirbúningur vetrarstarfs er í fullum gangi hjá BS, að sögn Jóns og á næstu vikum verða æfingar við alla leikskóla, eins og verið hefur undanfarin ár.
„Við munum einnig heimsækja alla grunnskóla á svæðinu og fara yfir öryggismál og brunavarnir með starfsmönnum skólanna“, segir Jón en á næstu dögum mun slökkviliðsmenn frá BS fara í heimahús á Vatnsleysuströnd og rifja upp brunavarnir heimila með íbúum, og kenna fyrstu viðbrögð við eldi.