Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. desember 1999 kl. 22:36

MÖRG UMFERÐARÓHÖPP

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningar um 9 umferðaróhöpp í liðinni viku. Í flestum tilfellum var um að ræða aðstoð við útfyllingu á tjónaformi. Ekki voru því allir jafnheppnir því skömmu eftir hádegi s.l. þriðjudag varð ungur piltur fyrir því að aka á ljósastaur við Fitjabraut í Njarðvík. Pilturinn slapp með skrekkinn að þessu sinni en bifreiðin skemmdist töluvert og var flutt í burtu með dráttarbíl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024