Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 2. maí 2003 kl. 11:38

Mörg umferðarlagabrot

Síðustu daga hefur Lögreglan í Keflavík haft afskipti af mörgum ökumönnum á Suðurnesjum vegna umferðarlagabrota. Nokkuð margir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og þó nokkrir yfir 120 km. hraða, en á Reykjanesbraut er 90 km. hámarkshraði. Einnig voru nokkrir kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og að nota ekki handfrjálsan búnað.Dagbók

Mánudagurinn 28. apríl

Um klukkan 15:00 varð umferðaróhapp á Hafnargötu í Keflavík. Þarna hafði bifreið verið ekið aftan á aðra bifreið og nokkuð tjón hlotist af.

Klukkan 17:00 var tilkynnt um sinueld í Innri-Njarðvík. Við Seylugötu logaði í þurru grasi og mosa. Brunavarnir Suðurnesja fóru á vettvang og slökktu eldinn.

Rólegt var á næturvaktinni en tveir kærðir fyrir of hraðan akstur, einn á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðar ók var á 117 km. hraða.

Þriðjudagurinn 29. apríl

Á tímabilinu frá klukkan 15:00 til 18:00 hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum í Keflavík vegna umferðarlagabrota. Einn sinnti ekki umferðarmerki sem segir til um bannaða vinstri beygju og tveir voru stöðvaðir þar sem þeir voru ekki með öryggisbelti spennt.

Klukkan 22:42 var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Hann ók á 108 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km.

Ein kvörtun barst vegna hávaða frá hljómflutningstækjum í fjölbýlishúsi.

Miðvikudagur 30. apríl

Kl. 12:22 varð umferðaróhapp á gatnamótum Heiðarhrauns og Leynisbrautar í Grindavík. Tvær bifreiðar lentu þar saman og endaði önnur þeirra inni í húsagarði. Ökumenn beggja bifreiðana voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til læknisskoðunar. Ekki var um mikil meiðsl að ræða. Báðar bifreiðarnar voru talsvert skemmdar og voru fluttar burtu með kranabifreið.

Á dagvaktinni voru 14 ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að nota síma við aksturinn, án handfrjáls búnaðar.

Um kl. 19:30 var bifreið bakkað á aðra bifreið. Engin meiðsl urðu á fólki en lítilsháttar skemmdir urðu á bifreiðinni sem bakkað var á.

Kl. 21:44 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 115 km hraða á Garðvegi þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Kl. 22:20 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 65 km hraða á Kirkjuvegi í Keflavík þar sem leyfilegur hármarkshraði er 30 km.

Fimmtudagur 1. maí

Kl. 01:42 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 122 km hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Kl. 02:28 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 126 km hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Kl. 02:46 voru tveir menn handteknir á Reykjanesbraut á strandarheiði grunaðir um akstur sömu bifreiðar undir áhrifum áfengis.

Kl. 03:20 var kvartað undan hávaða frá húsi við Faxabraut í Keflavík. Er lögreglumenn komu á staðinn barst hávær tónlist frá húsinu. Húsráðandi lækkaði í hljómflutningstækjunum og lokaði einnig svalarhurðinni.

Kl. 12:10 var tilkynnt um lausan eld við gamalt fiskvinnsluhús við Norðurgötu í Sandgerði. Í ljós kom að eldur hafði komið upp í rusli sem var í fiskikari utan við húsið. Engar skemmdir urðu.

Kl. 19:57 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 118 km hraða á Reykjanesbraut rétt austan við Vogastapa þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Kl. 23:20 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 121 km hraða á Reykjanesbraut á Vogastapa þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Kl. 23:34 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 118km hraða á Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem leyfilegur hármarkshraði er 90 km.

Settur var gjaldseðill á þrjár bifreiðar þar sem þeim hafði verið lagt ranglega.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024