Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 5. febrúar 2001 kl. 09:49

Mörg ný söfn í bígerð

Menningarlíf á Suðurnesjum er í miklum blóma að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, en frá september til jóla, voru t.d. um 30 uppákomur á vegum listamanna í Reykjanesbæ. Valgerður vill biðja bæjarbúa og aðra sem vita af skemmtilegum uppákomum, að hafa samband við sig með það í huga að koma upplýsingunum inn á heimasíðu Reykjanesbæjar og víðar.
Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu Duus húsanna á síðustu árum og fékk bærinn nýlega 10 milljón króna styrk frá Alþingi sem verja á í framkvæmdirnar. Fyrsta álman verður vonandi tekin í gagnið á sjómannadaginn með opnun Bátasafns Gríms Karlssonar. Grímur hefur gert líkön af bátaflota landsmanna frá 1860 til okkar daga svo þetta er alveg einstakt safn. Við fengum líka styrk til að koma þessu safni upp en Árni Johnsen hefur verið duglegur við að aðstoða okkur í því máli“, segir Valgerður.
Þess má geta að unnið er að stofnun herminjasafns á Suðurnesjum á næstu misserum en enn eru nokkrir lausir endar í því máli. Þingmenn svæðisins hafa einnig komið við sögu í því máli undir forystu Árna Ragnars Árnasonar.
Guðleifur Sigujónsson, eða Grasa-Leifi, hefur um árabil verið forstöðumaður Byggðasafnins en lætur nú af störfum sökum aldurs. „Ég á eftir að sakna Leifa mikið“, segir Valgerður. „Hann er hafsjór af fróðleik og gott hefur verið að leita í smiðju hans.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024