Mörg áhugaverð námskeið í boði hjá MSS
Vika símenntunar var haldin á Suðurnesjum dagana 3. -9. september, eins og um allt land undir kjörorðinu „menntun er skemmtun.“ Námsskrá Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er kominn út og þar er margt áhugavert í boði fyrir þá sem vilja byggja sig upp og bæta færni sína á ýmsum sviðum.
Forsíðumynd: Skúli Thoroddsen forstöðumaður MSS
„Markmið viku símenntunar var að hvetja fólk til að huga að þekkingu sinni og símenntun, námi alla æfi. Að þessu sinni var áhersla lögð á tungumál í tilefni Evrópsks tungumálaárs og tölvukunnáttu“, segir Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS.
Miðstöð símenntunar stóð fyrir örnámskeiðum í fimm tungumálum í bókasafninu og sóttu um sextíu einstaklingar þessi námskeið. Þá var námskrá MSS dreift í öll hús á Suðurnesjum, en þar eru kynnt um áttatíu námskeið sem í boði eru á haustmisseri 2001.
„Ég hvet fólk til að kynna sér námsskrána og skrá sig á námskeið frekar fyrr en seinna“, segir Skúli.
Í liðinni viku var haldið vandað og faglegt málþing um mikilvægi tungumála. Meðal þátttakenda var
Björn Bjarnason menntamálaráðherra. „Á málþinginu var einkum rætt um íslenskukennslu fyrir þann fjölda útlendinga sem nú sækir til Íslands í atvinnuleit og/eða vilja setjast hér að og þau vandamál sem upp kunna að koma í fjölmenningarsamfélagi og svo mikilvægi þess fyrir Íslendinga að kunna góð skil á fleiri tungumálum en ensku, einkum norðurlandamálum. Vikunni lauk svo með ókeypis kynningu á mismunandi tölvunámskeiðum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir þá sem enn eru tölvufælnir en vilja og þurfa að ná tökum á tækninni.“
Forsíðumynd: Skúli Thoroddsen forstöðumaður MSS
„Markmið viku símenntunar var að hvetja fólk til að huga að þekkingu sinni og símenntun, námi alla æfi. Að þessu sinni var áhersla lögð á tungumál í tilefni Evrópsks tungumálaárs og tölvukunnáttu“, segir Skúli Thoroddsen, forstöðumaður MSS.
Miðstöð símenntunar stóð fyrir örnámskeiðum í fimm tungumálum í bókasafninu og sóttu um sextíu einstaklingar þessi námskeið. Þá var námskrá MSS dreift í öll hús á Suðurnesjum, en þar eru kynnt um áttatíu námskeið sem í boði eru á haustmisseri 2001.
„Ég hvet fólk til að kynna sér námsskrána og skrá sig á námskeið frekar fyrr en seinna“, segir Skúli.
Í liðinni viku var haldið vandað og faglegt málþing um mikilvægi tungumála. Meðal þátttakenda var
Björn Bjarnason menntamálaráðherra. „Á málþinginu var einkum rætt um íslenskukennslu fyrir þann fjölda útlendinga sem nú sækir til Íslands í atvinnuleit og/eða vilja setjast hér að og þau vandamál sem upp kunna að koma í fjölmenningarsamfélagi og svo mikilvægi þess fyrir Íslendinga að kunna góð skil á fleiri tungumálum en ensku, einkum norðurlandamálum. Vikunni lauk svo með ókeypis kynningu á mismunandi tölvunámskeiðum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir þá sem enn eru tölvufælnir en vilja og þurfa að ná tökum á tækninni.“