Morðingjaleit í myndasafni
Niðurlægjandi lífsreynsla Karenar Tómasdóttur og frétt um að lögreglan hafi leitað moringja Hannesar Helgasonar í myndasafni Víkurfrétta eru lang mest lesnu fréttir ársins á vef Víkurfrétta. Niðurlægjandi lífsreynsla fékk 32.902 flettingar á árinu og fréttin Morðingja Hannesar leitað í myndasafni Víkurfrétta fékk 30.217 flettingar.
Frétt um niðurskurð á HSS fékk 18.072 flettingar á árinu sem er að líða og videomyndir af þrumum og eldingum yfir Suðurnesjum voru skoðaðar 14.765 sinnum. Í fimmta sæti var síðan magnað myndband úr innsiglingunni til Grindavíkur sem sýndi bát koma til hafnar í stórsjó. Það var skoðað 10.220 sinnum.
í sjötta og sjöunda sæti voru svo myndir af fjúkandi húsþaki við Austurgötu í Keflavík. Önnur fréttin var skoðuð 9.548 sinnum og hin 9.306 sinnum.