Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Morðingja Hannesar leitað í myndasafni Víkurfrétta
Þriðjudagur 31. ágúst 2010 kl. 12:17

Morðingja Hannesar leitað í myndasafni Víkurfrétta

Mynd af Hannesi Þór Helgasyni, sem var myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum, er í myndasafni Víkurfrétta frá fjölskyldudeginum í Vogum. Á myndinni stendur hann einn fyrir aftan unnustu sína sem er í hópi vinkvenna. Myndin var tekin að kvöldi fjölskyldudagsins, þegar Bubbi Morthens tróð upp á hátíðarsvæðinu. Síðar um nóttina var Hannes myrtur. Þetta er því síðasta myndin sem er tekin af honum á lífi.

Lögreglan fékk afrit af ljósmyndum Víkurfrétta frá fjölskylduhátíðinni strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum. Eins og kunnugt er af fréttum situr karlmaður í gæsluvarðhaldi í tengslum við morðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karlmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var í héraðsdómi úrskurðaður í fjögurra vika gæsluvarðhald á föstudag en meðal annars fannst blóðugt skófar sem passar við far eftir skó mannsins sem er í haldi, í húsi hins látna.