Morðið á Varnarstöðinni: Verður réttað á Íslandi?
Calvin Eugene Hill, hermaðurinn sem var í síðasta mánuði sýknaður af ákæru um að hafa myrt Ashley Turner á Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli árið 2005, verður ef til vill sóttur til saka hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á Stöð2 í dag.
Bróðir hinnar látnu sagði í viðtali við staðarblað í heimabæ sínum í gær að til standi að höfða einkamál gegn Hill, en sönnunargögn gegn honum þóttu ekki nægileg til að sakfella hann fyrir herrétti. Þar veltir hann einnig upp þeim möguleika að sækja hinn grunaða til saka hér á landi og hyggst hann ræða þau mál við fulltrúa íslenska ríkisins.
Í niðurlagi fréttarinnar á Stöð2 sagði þó að óvíst væri með framhald málsins þar sem íslensk stjórnvöld hafi ekki haft lögsögu í málefnum Varnarliðsins nema í málum sem hafi sérstaka þýðingu fyrir Ísland.
Í þessari blokk átt ódæðið sér stað.