„Montverkefni sett í öndvegi“
– Formaður Samfylkingar talar um skýjaborg og falska mynd í Reykjanesbæ
Staða Reykjanesbæjar var Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar hugleikin á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var sl. laugardag. Árni Páll sagði sagði m.a. í ræðu sinni:
„Og nú erum við að leiða tiltektina í Reykjanesbæ eftir óráðsíustjórn Sjálfstæðisflokksins þar. Samfélagslegar eignir voru seldar og montverkefni sett í öndvegi, frekar en uppbygging nauðsynlegrar þjónustu. Skýjaborgir voru byggðar um framtíðartekjur og eytt í samræmi við þær, fölsk mynd máluð af stöðunni og ítrekaðar tillögur Samfylkingarinnar um að leita til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga felldar. Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali fyrir ári síðan, aðspurður um nýjustu stórbygginguna: Peningar eru ekki vandamálið. Ég held að íbúar Reykjanesbæjar geti verið alveg sammála. Peningar eru ekki vandamálið – heldur peningaleysið.“
Ræðu Árna Páls má lesa í heild sinni hér.