Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Molta í boði Isavia
Þriðjudagur 5. maí 2020 kl. 08:41

Molta í boði Isavia

Isavia endurtekur leikinn frá í fyrra og býður almenningi í nærumhverfi Keflavíkurflugvallar upp á fría moltu. Moltugámurinn er staðsettur við vöruhús Isavia í Grænási og hægt að nálgast moltuna alla virka daga milli kl 8:00 og 16:00.

Moltan er úr lífrænum úrgangi m.a. frá flugstöðinni og er unnin í samstarfi við Terra. 

Athugið að moltan er kraftmikill jarðvegsbætir og því æskilegt að blanda henni við aðra mold eða þá dreifa henni í þunnu lagi yfir gras og í beð. Forðist að láta moltuna liggja upp við stöngla á trjám, segir í tilkynningu frá Umhverfisdeild Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024