Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mokveiði hjá togurum Þorbjarnar
Miðvikudagur 15. apríl 2015 kl. 10:06

Mokveiði hjá togurum Þorbjarnar

Mörghundruð milljóna aflaverðmæti á örfáum vikum.

Togarar Þorbjarnar, Gnúpur GK 11 og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, hafa fiskað afar vel það sem af er árinu. Gnúpur landaði þann 7. apríl 560 tonnum eftir 19 daga veiðiferð og var aflaverðmætið 200 milljónir. Þá landaði Hrafn 13. apríl 500 tonnum af blönduðum afla eftir 23 daga veiðiferð og var aflaverðmætið 179 milljónir.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin um borð í Hrafn Sveinbjarnarsyni á dögunum en hana tók Ævar Ásgeirsson, 1. stýrimaður. „Það er annað hvort allt eða ekkert á ufsaveiðum“ lét hann fylgja með myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Greint er frá þessu á vefsíðu Grindavíkurbæjar.