Mokveiði hjá stórhvölum á Stakksfirði

Stórhvalir, sem kunnugir segja vera hnúfubak, hafa verið í mokveiði á Stakksfirðinum í allan dag. Nú síðdegis hefur mátt sjá tvö dýr saman að veiðum á milli hafnanna í Keflavík og Njarðvík. Hafa dýrin farið hring eftir hring um stórt svæði en sjá hefur mátt þau á yfirborðinu með um 30 sekúndna millibili.

Meðfylgjandi myndir voru teknar neðan við Bakkastíg í Njarðvík fyrir um stundu þar sem dýrin tvö voru á ferðinni.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson









