Mokveiði hjá grindvískum smábátakörlum
Smábátasjómenn í Grindavík eru mjög kátir yfir veiði dagsins. Smábátarnir hafa streymt í land í dag með fullfermi af fallegum þorski.Það hefur bæði fiskast vel á línu og net. Þannig kom Árni á Teigi GK 1 með 11 tonn af þorski í gær og níu tonn í dag. Þeir róa með net. Sömu sögu er að segja af fjölmörgum öðrum bátum frá Grindavík og einhverjir ætluðu aftur út þegar búið var að landa í dag.
Á meðfylgjandi mynd er Ingibergur Þór Jónasson að hampa tveimur vænum þorskum sem komu í netin í dag.
Víkurfréttaljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Á meðfylgjandi mynd er Ingibergur Þór Jónasson að hampa tveimur vænum þorskum sem komu í netin í dag.
Víkurfréttaljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson