Mokveiddu þorsk í Meðallandsbugt - 74 tonn af stórþorski
Stafnes KE 130 kom til hafnar í Njarðvík um miðjan dag með fullfermi af þorski.Oddur Sæmundsson skipsstjóri og strákarnir hans um borð voru fjóra daga að veiðum í Meðallandsbugtinni og þar var mokveiði. Oddur sagði dagana eftir að verkfalli var frestað hafa skipt miklu fyrir útgerðina og hreinlega bjargað vertíðinni. Sem dæmi nefndi hann að á Stafnesinu hefðu menn náð gotu fyrir um átta milljónir, auk annarra verðmæta úr sjó. Hann bjóst við að verkfallið stæði í eina til tvær vikur. „Strákarnir kusu allir yfir sig verkfall en enginn þeirra vill núna fara í verkfall. Svona er þetta,“ sagði Oddur og hló.
Stafnesið kemur drekkhlaðið til Njarðvíkur í dag - 74 tonn af þorski í lestinni.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Stafnesið kemur drekkhlaðið til Njarðvíkur í dag - 74 tonn af þorski í lestinni.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson