Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 21. mars 2001 kl. 09:31

Mokafli í skugga verkfalls

„Það fór eins og mig grunaði að eftir því sem nálgaðist verkfall sjómanna glæddist afli vertíðarbáta til mikilla muna og er þessi vika sú langbesta sem komið hefur á þessari vertíð. Nú er í fyrsta sinn á þessu ári hægt að tala um umtalsverðan afla hjá netabátum og skiluðu 36 netabátar um 1000 tonnum í vikunni og var Þorsteinn með mestan afla 68,8 tonn“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík.
Fjögur togskip lönduðu um 340 tonnum og var Sturla aflahæst með 114,6 tonn. Þrír dragnótabátar lönduðu 90 tonnum og var Farsæll með 40,68 tonn. Handfærabátar urðu nú aðeins varir og lönduðu 23 handfærabátar 45 tonnum og var Valþór með mestan afla 4,65 tonn. 780 tonn komu á land af 32 línubátum og var Kópur með mestan afla 70 tonn.
Um 2210 tonn af botnfiski bárust á land í vikunni og var þó verkfall tvo þá síðustu. Loðnuaflinn var einnig góður og var alls landað 8640 tonnum og var Oddeyrin með 2874 tonn í 4
löndunum en Vilhelm Þorsteinsson með 2627 í einni löndun.
Sverrir segist vona eins og fleiri að verkfall leysist sem allra fyrst þar sem talsverð fiskgengd sé á miðunum því þeir bátar sem eru að róa mokfiska.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024