Mokað frá ræsum við Hringbrautina
Það er komin hláka á Suðurnesjum. Snjórinn sem kyngdi niður um helgina er farinn að blotna og vatn er víða farið að flæða ofan í niðurföll og ræsi. Hins vegar er gert ráð fyrir rigningu í nótt og þá er vissara að vera búinn að tryggja það að vatnið flæði örugglega niður um niðurföll en ekki inn í hús eða annað þar sem það geti valdið tjóni.
Myndin er tekin við Hringbrautina í Keflavík nú eftir hádegið þar sem stórvirkar vinnuvélar unnu að snjómokstri.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin er tekin við Hringbrautina í Keflavík nú eftir hádegið þar sem stórvirkar vinnuvélar unnu að snjómokstri.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson