Mánudagur 22. ágúst 2011 kl. 09:22
Moka upp makrílnum
Frystitogarar Þorbjarnar hf. gera það gott á makrílveiðum í lok sumars og kvótaárs en makríllinn hefur sannarlega reynst góð búbót. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 landaði 520 tonnum af makríl síðasta föstudag. Verðmæti aflanns var 98 miljónir og stóð veiðiferðin í 26 daga.