Moka upp makríl við bryggjusporðinn
Mikil makrílveiði er nú við bryggjusporð Keflavíkurhafnar. Fjölmargir makrílveiðibátar eru nú að veiðum nokkra metra frá landi og er mokveiði.
Makrílveiðibátar sem veiða á línu og handfæri fengu framlengdan veiðitíma og mega stunda makrílveiðar til 20. september.
Meðfylgjandi mynd var tekin á bryggjuendanum í Keflavík nú í morgun. Þar eru bátar og stangveiðimenn í keppni um að ná makrílnum. Bátarnir höfðu betur.
VF-mynd: Hilmar Bragi