Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Moka inn makrílnum í Keflavík
Mánudagur 8. ágúst 2016 kl. 09:59

Moka inn makrílnum í Keflavík

Veiðin hefur gengið vel það sem af er

Höfnin í Keflavík hefur verið þétt setin að undanförnu af áhugasömum makrílveiðimönnum. Þeir hafa nú fengið harða samkeppni þar sem línubátarnir eru komnir til veiða alveg upp við land. Reglulega má sjá bátana alveg upp við bryggju að eltast við makrílinn. Á dögunum sáust hvalir við bryggjuna sem voru að ná sér í æti í makrílnum.

Veiðin hefur gengið vel og mikill afli hefur komið á land í Keflavík. Um helgina voru starfsmenn hafnarvigtarinnar að störfum frá morgni fram að miðnætti, slík var umferðin. Nokkur kraftur hljóp í makrílveiðar íslenskra skipa í júlí og lönduðu íslensk skip 35.632 tonn í mánuðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


 

Ferðamennirnir gengu út að kantinum og fylgdust með makrílveiðinni undir Keflavíkurbjargi.